Hrotti

Aðili sem beitir börn sín ofbeldi hvort sem er kynferðislegt eða  barsmíðar af öllu tagi ætti að taka úr umferð fyrir lífstíð, ekki er hægt að koma með þau rök að þessir aðilar séu allir fársjúkir, þetta eru sálarlausir ofbeldismenn, það á að hætta að halda verndarhendi yfir þetta ofbeldisfólk sem stundar þetta. Það á ekki að þurfa að ala börn sín upp í líkamsmeiðingum ss rasskellingum og barsmíðum, fólk á bara að minnka allt þetta persónulega umstang, líkamsræktina, kaffihúsaferðirnar, skemmtanirnar og fara að umgangast börnin sín meira, gefa sér tíma til að ræða málin við þau, það er ótrúlegt hvað hægt er að tala börn til hlýðni það er bara að gefa sér tíma með þeim því að þetta er jú það verðmætasta sem við eigum, og við fáum það margfalt til baka síðar meir á lífsleiðinni


mbl.is Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Hvernig gengur að eiga svart-hvítt líf í stíl við svart-hvítar skoðanirnar?

Ísdrottningin, 19.9.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Ísdrottningin

Tek það fram að þetta er ekki illa meint heldur ætlað til umhugsunar.

Ísdrottningin, 19.9.2008 kl. 10:24

3 identicon

trúi því nú varla að Ísdrottningin ætli okkur að sýna manni sem fleygði hnífum í barnið sitt skilning og/eða samúð? hér hlýtur velferð barnanna að vera ofar öllu..

Íris (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Haukur Viðar

Var hún að því Íris?

Haukur Viðar, 19.9.2008 kl. 11:16

5 Smámynd: Hólmfríður K Benediktsdóttir

Lögin á landinu mínu Íslandi skammast ég mín fyrir þegar ég las um Barnahús að barni verði að nauðga til að það hjálpi börnum.Ég er sammála þér Egill um börnin.Hvernig væri að íslendingar færu eftir því sem er hér í Svíþjóð að ef kennari tekur eftir áverka á barni eða öðru hjá því er athugað með foreldra og ef það hjálpar ekki er sálfræðingur sem vinnur í skólanum látinn vinna með barnið og ef það eru áverkar eftir hníf á barninu er lögreglan kölluð og tekið tak í það.Börnin þurfa ekki að bíða eftir að verða eldri til að geta kært.Fullorðnir kæra mikið sé ég í mbl.en les aldrei um að börn kæri.Byrjið að hlusta á börn meira en fullorðna einn mánuð og þá kæmu örugglega upp mörg líknandi dæmi eins og þetta.Hér koma börnin heim úr skólanum og segja,fullorðnir mega ekki lemja okkur en á Íslandi kæmu sömu börn heim og segðu,fullorðnir mega lemja okkur en ekki nauðga af því þá getum við kært það.Áfram Egill að skrifa um börn á bloggið.Fylgist vel með muninum á börnum og hjálp sem þau fá í Svíþjóð og á landinu mínu sem ég skammast mín fyrir núna.Mætti halda að ísdrottningin ynni á Barnahús.

Hólmfríður K Benediktsdóttir, 20.9.2008 kl. 07:03

6 Smámynd: Ísdrottningin

Takk Haukur Viðar

Til Hólmfríðar: Jag vill mena att barn skulle aldrig, ALDRIG utsättas för vold, särskilt inte från sina föräldrar men livet är inte bara målat i svarta och vita färger, det finns massor av gråa nyanser och div. färger också.  Det kann finnas föräldrar som behöver hjälp för att kunna vara bra föräldrar och det finns föräldrar som inte alls borde vara nära sina barn, skulle man ta alla barn ifran sina föräldrar om dom är misstänkta för vold imot sina barn eller skall man undersöka varje tilfälle för sig?  Man kan inte bedöma alla föräldrar bara för att det finns dom som man skulle vilja i fängelse, dessutom är det inte vårat att bedöma.  Vi är varken juridiska eller Gudliga.

Angåande Barnahús forsår jag inte vad du har imot dom.  Dom tar imot barn som har speciella behov och dom gör det bra.  Om dom skall ta imot barn med andra behov bör staten först besluta det, sen skall det skaffas pengar för förändringar plus att anställa människor med erfarenhet av misshandlade barn för att kunna hjälpa dom o.s.v.  Det är en process och inte alls så enkelt som du verkar tro.  Alla saker som gäller barn går igenom Barnavården och både barna själva, skolan och andra som misstänker misshandel bör göra en anmälan till dom, det är inte alls så att på Island får man slå barn!

Fyrir þá sem eru að misskilja mig þá er ég alfarið á móti því að börn séu beitt ofbeldi, nokkurntímann... og ég hef alls enga samúð með ofbeldismönnum.  Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að ekkert í lífinu er bara í svart/hvítu heldur eru ótal grá litbrigði líka fyrir utan alla litina.  Finnst ykkur virkilega að fólk sem lendir t.d. í persónulegu þroti og grípi til þess að slá til barnanna "eigi að taka úr umferð fyrir lífstíð"  Ég hlýt þá að vera afskaplega vond manneskja því ég vil hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa.  Sumir foreldrar gætu þurft hjálp og/eða stuðning til að geta verið barni sínu góðir foreldrar á meðan aðrir ættu kannski að sitja í fangelsi sem lengst frá börnunum sínum.  Svo eru það allir sem eru einhversstaðar þarna á milli.   Það er ekki hægt að alhæfa heldur þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig og gera það sem er börnunum fyrir bestu!

Velferð barnanna skyldi ávallt setja í fyrsta sæti hvað svo sem öðrum þykir um það!

Ísdrottningin, 22.9.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Hólmfríður K Benediktsdóttir

Af hverju ekki að skrifa á íslensku svo enginn miskilningur verði þegar fólk les þetta,sé að ísdrottningin skilur sænsku og auðvitað gæti ég skrifað á sænsku hér en þá eru ekki allir sem skilja svarið mitt.Ég las fréttina frá mbl.is sem Egill er með hér inni og þar stendur að ekkert kynferðis hafi verið gert við börnin og þess vegna ekki lent á borðinu hjá Barnahúsi.Ég hef ekkert á móti Barnahúsi enda hef ég aldrei heyrt um það áður þar sem ég hef búið í Svíþjóð í 20 ár.Gæti trúað að þú ynnir á Barnahúsi eins viðkvæmt og mitt svar var fyrir þig að þú vilt fara að tala um peninga,bæinn og fleira,vona bara að þér gangi vel í þinni vinnu hver sem hún er og miskiljir ekki fólk og talir um eitthvað sem er óviðkomandi.Þakka þér nú samt fyrir svarið til mín.

Hólmfríður K Benediktsdóttir, 24.9.2008 kl. 05:42

8 Smámynd: Ísdrottningin

Ég fékk á tilfinninguna að þú hefðir búið lengi úti því íslenskan þín er skrifuð af sænskri tilfinningu, orðin eru íslensk en málfarið sænskt og þar eð stærstur hluti svarsins var ætlaður þér beint fannst mér einfaldast að svara þér á sænsku.

Hæðnin og niðurlægingin sem liggur í því að reyna að kenna mig við Barnahús er svo áberandi og samt viðurkennir þú að þekkja ekkert til starfsemi þess.  Ég þekki til barna sem hafa þurft á þjónustu þess að halda og veit að þeir vinna þarft og gott starf og eiga allt gott skilið og mér finnst aðför þín að Barnahúsi til háborinnar skammar.  Nei, ég vinn ekki hjá Barnahúsi og tengist því ekki á nokkurn hátt.

Það má vel vera að Barnahús geti tekið á móti þolendum ofbeldis (annarra en kynferðisofbeldis) án þess að til breytinga þurfi að koma en þú verður að athuga að Barnahúsi var komið á stofn vegna þess að til hafði komið þörf fyrir það (Sjá t.d: http://www.doktor.is/index.php?option=com_d-greinar&do=view_grein&Itemid=40&id_grein=2290 ) Við höfum hingað til verið það lánsöm að ekki hafa komið upp mörg mál þar sem börn hafa verið beitt ofbeldi í slíkum mæli og í þessu tilfelli og því ekki verið þörf á sérstakri móttöku fyrir slíkt. 

Opinberar stofnanir eru oft frekar svifaseinar í breytingum og reglugerðarfargan og kostnaður spila oft stóra rullu í slíku, Svíar ættu að kannast manna best við það hvað kerfið getur verið mikið bákn.

Þó svo að fordæmi sé ekki fyrir því að Barnahús taki á móti fórnarlömbum ofbeldis annars en kynferðisofbeldis þá gæti það breyst en það er ekki okkar að taka ákvarðanir þar um né fordæma.  Allt á þetta eftir að koma í ljós á næstunni en trúlega verður það eitthvað sem gerist hægt og hljóðlega án kastljóss fjölmiðla.

Í lokin vil ég þakka góðar óskir og tek það skýrt fram að ég hýsi ekki illvilja í garð neins hér, hvorki þín Hólmfríður né annarra.  Ég óska þér alls hins besta en fyrst og fremst óska ég þess að börnin sem um er rætt fái alla þá aðstoð sem þau þurfa á að halda, hvaðan svo sem hún kemur.

Lifið heil.

Ísdrottningin, 24.9.2008 kl. 13:34

9 identicon

 Hver ert þú Ísdrottning af hverju felurðu þig undir dulnefni

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:42

10 Smámynd: Ísdrottningin

Ef einhver hefur áhuga á að vita meira um mig þá er e-mail adressa á síðunni minni sem hægt er að hafa samband við mig í gegnum.

Ísdrottningin, 24.9.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Hólmfríður K Benediktsdóttir

Mér finnst ísdrottningin ekki vera þess virði að eyða fleiri orðum á hana eftir að ég las að hún flokkar fólk niður í hólf hvernig það skrifar málið okkar.Og Benedikt þeir sem koma framm með dulnefni finnst mér vera falskir og þora ekki að standa fyrir því sem þeir segja en í þessu tilfelli skrifa.

Hólmfríður K Benediktsdóttir, 25.9.2008 kl. 06:37

12 Smámynd: Ísdrottningin

Fyrirgefið, ég hélt að ég væri að ræða við fullorðið fólk.  Mín mistök.

Dulnefni og viðurnefni er tvennt ólíkt eins og flestir vita og gera greinarmun á.

Ísdrottningin, 28.9.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill V Benediktsson

Höfundur

valli
valli

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband